Stóllinn sem lifði af - endurgerð hönnunar Snorra Haukssonar

Stóllinn sem lifði af - endurgerð hönnunar Snorra Haukssonar

Insula stóð að baki viðuburði á Hönnunarmars 2025. Nafn viðburðarins vísar í einstakan borðstofustól sem einungis eitt eintak hefur varðveist af svo vitað sé, en stóllin var hannaður í kringum 1970 af Snorra Haukssyni innanhússarkitekt. 

Vitað er til að Snorri hafi hannað nokkur húsgögn og er stóllinn, sem var sýndur, eitt af þeim. Stóll Snorra fór í framleiðslu hér á landi í skamman tíma og finna má myndir í eldri tímaritum þar sem hann er kynntur ásamt borðstofuborði, sem Snorri hannaði, en virðist ekki hafa varðveist.

Hugmyndin fæddist að klæða stólinn samtímahönnun fyrir kynningu á Hönnunarmars. Sóley Lee Tómasdóttir er grafískur hönnuður sem býr til myndheima sem einkennast af sama einfaldleika í sköpun og má segja að hafi einkennt hönnun Snorra, þótt af ólíkum toga sé.

Sóley býr til lífrænar verur og setur fram á áhugaverðan hátt, sem prýða stól Snorra á sýningunni. Snorri mætir augum Sóleyjar í gegnum þennan einstaka stól, sem nú gengur í endurnýjun lífdaga og fær vonandi það pláss í sögu íslenskrar húsgagnahönnunar sem honum sæmir.



Til baka í frétt